ERASMUS+ 2014-2020
Upplýsingar um nýja áætlun

 


Comenius bæklingur

Upplýsingar um Menntáætlun ESB á vef Framkvæmdastjórnarinnar
Upplýsingar á vef EACEA


 


 

 

 

 

 

 

Ferða-, námskeiðs og uppihaldsstyrkir eru veittir til kennara og starfsfólks skóla á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi til að sækja fjölþjóðleg endurmenntunarnámskeið frá sem varað geta frá einum degi upp í allt að sex vikur.
Einnig er möguleiki á að sækja um að fara og fylgjast með starfi í skóla í Evrópu og sækja evrópskar ráðstefnur. Upplýsingar um endurmenntunarnámskeið fyrir kennara og skólafólk í þátttökulöndum er að finna í námskeiðsgagnagrunni Comenius. Einnig er hægt að sækja námskeið að eigin vali í sínu fagi.

Athugið að umsækjendur sækja sjálfir um námskeið að eigin vali og bera ábyrgð á samskiptum við námskeiðshaldara og að afla nauðsynlegra gagna vegna umsóknar. Til að mynda að fá staðfestingu á að viðkomandi hafi sótt um námskeið og að því loknu þarf að skila staðfestingu að viðkomandi hafi setið námskeiðið.
 

Skilyrði

Námskeið þarf að vera sniðið að evrópskum þörfum, vera fjölþjóðlegt og snúa að fagi kennara eða starfsfólks. Námskeið þarf að standa yfir í minnst 1 dag og vera haldið í öðru Evrópulandi. Sambærilegt námskeið má ekki vera hægt að finna í heimalandi. Ekki er um hóp-styrkir að ræða. 

 1.  Aðeins ein umsókn frá sama einstaklingi innan sama umsóknarfrests er gild. Ef umsækjandi sendir inn fleiri en eina umsókn, biður Landsskrifstofa viðkomandi um að velja hvora umsóknina hann vill að sé gild.
   
 2. Hægt er að sækja um styrk á þriggja ára fresti. Ef einhver sækir um styrk en hefur fengið styrk sl 2 ár fer umsóknin á biðlista.
   
 3. Nákvæmlega eins / fjölfaldaðar umsóknir eru ógildar. 
   
 4. Ekki fleiri en 5 íslenskir þátttakendur geta farið á sama námskeið/ráðstefnu.  Val á umsóknum er byggt á mati á gæðum umsókna. 

Leit að námskeiðum: Hér er hægt að leita eftir þeim námskeiðum sem eru í boði (á ensku).

Umsóknarfrestir

 • 16. janúar 2013 (fyrir námskeið frá 1. maí 2013)
 • 30. apríl 2013 (fyrir námskeið frá 1. september 2013)
 • 17.  september 2013 (fyrir námskeið frá 1. janúar 2014)

Umsóknir beristUmsóknir berist:

 1. á rafrænu formi má fylla út á íslensku. MUNA að ýta á "submit" takkann á síðustu síðu
 2. síðan skal skila útprentuðu eintaki undirritað af skólastjóra og umsækjanda. ATH umsókn er ekki gild nema að útprentuð umsókn berist.
 3. staðfesting frá námskeiðshaldara þess efnis að umsækjandi hafi fengið pláss á viðkomandi námskeiði þarf að fylgja umsókn
   
Landskrifstofa Menntaáætlunar ESB
b.t Comenius
Dunhaga 5
107 Reykjavík


Umsókn  um endurmenntun kennara.

  Endurmenntun_5.6_2013.pdf (.pdf 1015 K) Sækja skjal

Smellið á "sækja skjal" og vistið skjalið t.d. á skjáborðið, lokið vafraglugganum og opnið umsóknina úr tölvunni (af skjáborðinu).

Nánari útlistun á ensku - endurmenntun 2013 - sækja skjal

Mat og uppgjör

Að loknu námskeiði ber þátttakendum að skila inn skýrslu þar sem ferðin er metin og gerð upp. Ferðareikningar/brottfararspjöld eiga að fylgja með. Athugið að spurningum má svara á íslensku. Athugið: Lokaskýrsluform verður sent til þátttakenda í tölvupósti.

Umsóknir og eyðublöð